Fyrir hönd Félags grunnskólakennara eiga sæti í verkefnastjórn þær Guðbjörg Ragnarsdóttir, varaformaður FG, Rósa Ingvarsdóttir, stjórnarmaður í FG, Hulda Hauksdóttir, fulltrúi í samningaefnd FG.

Fyrir hönd Sambands íslenskra sveitarfélaga eiga sæti í verkefnastjórn þau Helgi Grímsson skólastjóri Sjálandsskóla og Anna Birna Snæbjörnsdóttir, sviðsstjóri menntasviðs Kópavogsbæjar og Bjarni Ómar Haraldsson, sérfræðingur á kjarasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Svanhildur María Ólafsdóttir, formaður Skólastjórafélags Íslands, situr í verkefnisstjórn sem áheyrnarfulltrúi og Svandís Ingimundardóttir, skólamálafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga, er starfsmaður verkefnisstjórnar.

Verkefnisstjórnin hittist á fyrsta fundi sínum þann 12. júní 2014 og skal skila drögum að leiðarvísi um framkvæmd vinnumatsins fyrir 1. nóvember 2014 en þá tekur við kynningar- og umsagnarferli sem varir út janúarmánuð 2015. Leiðarvísir um vinnumat verður síðan borinn undir atkvæði samningsaðila í síðasta lagi 20. febrúar 2015.

 

vinnumat-logo-web