Spurningar og svör

/Spurningar og svör

3. nóvember 2014 liggja fyrir drög að leiðarvísi um vinnumat grunnskólakennara. Dagana 10.-20. nóvember verða kynningarfundir um vinnumatið vítt og breitt um landið. Frá 3. nóvember og fram að atkvæðagreiðslu um vinnumatið í febrúar gefst kostur á að senda verkefnisstjórn ábendingar og fyrirspurnir, sem teknar verða til umfjöllunar í lok nóvember að loknum fundahringnum. Einstaka spurningar og svör  verða birt hér.

Aðilar að vinnumatinu eru hvattir til þess að senda verkefnisstjórn ábendingar því mikilvægt er að sjónarmið úr sem flestum áttum berist henni til umfjöllunar. Áríðandi er að orðalag ábendinga/fyrirspurna sé skýrt og áskilur verkefnisstjórn sér rétt til þess að svara eingöngu málefnalegum fyrirspurnum sem sendar eru inn undir nafni. Verkefnistjórn fundar vikulega frá 12. júní til ársloka 2016, þ.e. út gildistíma kjarasamnings FG og SNS.

Fyrirspurnir og ábendingar skulu sendar á netfang verkefnastjórnarinnar vinnumat@vinnumat.is.

Allar spurningar og svör (pdf-skjal – 13. febrúar 2015)

Varðandi reiknilíkanið þá  þarf að gera ráð fyrir tíma í B-þætti fyrir þau verkefni sem metin eru sem álagsþættir í A- hlutanum t.d. varðandi umsjón með kennslurými.

Matið 1-5 er til að skoða álagið og út frá því ákveða hvað kennari kennir margar kennslustundir. Sú ákvörðun getur stækkað eða minnkað B-þáttinn sem býr þá til meiri eða minni tíma fyrir önnur störf en kennslu og undirbúning.

Gott hefði verið í þessu samhengi að vita hvar á bilinu 24-28 kennslustundir viðkomandi kennari er staðsettur, það gæti breytt svarinu. Ef álag við umsjón með kennslurými er mjög mikið ætti þess að sjást merki í færri kennslustundum. Ef hins vegar viðkomandi er með 26 stundir á viku og mikið álag vegna umsjónar með kennslurými undir A-hluta getur þurft að létta á B-hluta viðkomandi vegna þess þáttar t.d. með því að fækka fundum eða öðrum verkefnum. Vinnumatið á að virka sem álagsjöfnunarleið.

Borið hefur á misskilningi um eftirfarandi atriði varðandi svigrúm innan kennsluskyldu:

Hægt er út frá grunnþáttum vinnumats að færa kennsluskylduna til frá 24 og upp í 28 kennslustundir eftir álagi og þyngd verkefna í A-verkþætti. Meðalkennsluskylda kennara í hverju skóla er þó alltaf 26 kennslustundir. Þennan sveigjanleika má eingöngu nýta vegna meira eða minna álags út frá grunnþáttum vinnumats. Ekki má fela kennara að kenna 28 kennslustundir til að fela öðrum að kenna 24 kennslustundir og taka stigstjórn í 2 stundir.

Í leiðarvísi um vinnumat er eftirfarandi texti:

„Verkþáttur A byggir á vinnumati vegna kennslu, undirbúnings og úrvinnslu kennslu, þ.m.t. námsmats, sem kennari tekur að sér á hverjum tíma. Vinnumatinu er ætlað að jafna vinnuálag milli kennara eins og áður segir og þannig er heimild til þess að hafa kennsluframlag kennara með breytilegum hætti innan skólans, allt frá 24-28 stundir á viku miðað við 100% starf, þó þannig að meðaltalið í kennarahópnum í hverjum skóla sé um 26 kennslustundir á viku og samsvarandi hlutfall þess ef kennarar eru í hlutastöðu. Kennsluskylda kennara 55 ára og eldri, sem hafa ekki afsalað sér kennsluafslætti hefur ekki áhrif á meðalfjölda vikulegra kennslustunda.“

Hins vegar er leyfilegt samkvæmt vinnumatinu að færa verkefni á milli verkþátta. Fyrst þarf þá að meta grunnþætti vinnumats. Komi það út í 26 stundum getur skólastjóri t.d. ákveðið að biðja kennara að taka að sér sérkennslugreiningar í 2 stundir á viku og kenna bara 24 stundir. Viðkomandi kennari fer samt sem áður með 26 stundir inn í meðaltalsreikninginn.

Í grein 2.1.6.1  í kjarasamningi sem fjallar um vinnutíma kennara kemur fram að aðstoð við kennslu getur rúmast innan B verkþáttar (Önnur verkefni sem kennarar sinna og falla ekki undir A eða C þátt)  að því tilskyldu að hún taki hvorki með sér undirbúning né úrvinnslu. Á þeim forsendum er skólastjóra heimilt að óska eftir því við kennara að þeir sinni aðstoð við kennslu til þess að fylla upp í B verkþáttinn.

Fimm (5) skipulagsdagar inni á skólaárinu eru hluti af 37 vikum skólaársins (185 dögum) og er hluti af áætluðum vikulegum vinnutíma. Þessir dagar eru reiknaðir eins og allir aðrir dagar skólaársins. Það á ekki að skrá þá inn í B hlutann sérstaklega þar sem gert er ráð fyrir þeim innan 37 vikna. 8 dagarnir sem eru utan skólaárs eru settir inn á reiknilíkanið neðarlega vinstra megin í reitinn: „Undirbúningsdagar utan skólatíma“.

Undirbuningur

Sú yfirvinna sem kennari tekur að sér lengir að sjálfsögðu vinnutíma hans, eins og almennt gerist, en þarf ekki að lengja viðveru hans á vinnustaðnum. Það er samkomulagsatriði milli kennara og skólastjóra. Mikilvægt er að gera greinarmun á vinnutímaframlagi og viðveru á vinnustað.

5 skipulagsdagar inni á skólaárinu eru hluti af 37 vikum skólaársns (185 dögum) og er hluti af áætlluðum vikulegum vinnutíma.  Þessir dagar eru reiknaðir eins og allir aðrir dagar skólaársins.  Það á ekki að skrá þá inn í B hlutann sérstaklega þar sem gert er ráð fyrir þeim innan 37 vikna.

Kennsluþátturinn getur aldrei orðið meiri en 28 stundir hjá kennara í 100% starfi

Já, þetta er heimilt og endurspeglar vel eiginleika vinnumatsins. Hægt er að færa verkefni á milli A, B og C verkþátta, fækka í einum til þess að skapa rúm í öðrum í þágu forgangsröðunar verkefna í hverjum skóla og hjá hverjum kennara.

Allar spurningar og svör við upphaf vinnumats.

Spurningar og svör