Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara hefur samþykkt upptöku nýs vinnumats. Atkvæðagreiðsla um vinnumat stóð yfir frá klukkan 9 föstudaginn 13. febrúar til klukkan 13 í dag, föstudaginn 27. febrúar.

Úrslit atkvæðagreiðslunnar eru svohljóðandi:
Á kjörskrá voru 4.453
Atkvæði greiddu 2.942 eða 66,1%
Já sögðu 1.701 eða 57,8%
Nei sögðu 1.160 eða 39,4%
Auðir seðlar voru 81 eða 2,8%