Vinnumat grunnskólakennara var samþykkt í atkvæðagreiðslu í febrúar 2015. Verkefnisstjórn um vinnumat hefur því komið til starfa að nýju og starfar út samningstímann eða til 1. júní 2016. Opnað hefur verið að nýju fyrir spurningar og ábendingar til verkefnisstjórnar um innleiðingu vinnumatsins.

Verkefnisstjórn mun gera sitt besta til þess að svara öllum innsendum fyrirspurnum og gera bæði spurningar og svör aðgengileg á þessum vef undir flipanum: „Spurningar og svör“.

Áríðandi er að orðalag ábendinga/fyrirspurna sé skýrt og áskilur verkefnisstjórn sér rétt til þess að svara eingöngu málefnalegum fyrirspurnum sem sendar eru inn undir nafni. Verkefnistjórn fundar eins oft og þurfa þykir til 1. júní 2016.

Fyrirspurnir og ábendingar skulu sendar á netfang verkefnastjórnarinnar vinnumat@vinnumat.is.

Verði hins vegar ágreiningur á milli kennara/trúnaðarmanna og skólastjórnenda um framkvæmd vinnumats eða túlkun annarra ákvæða kjarasamnings skal senda hann til samstarfsnefndar FG og SNS til úrlausnar.

Undir flipanum „Gagnabanki“ má finna efni sem tengist innleiðingu vinnumats.