Félag grunnskólakennara og Samband íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir kjarasamning 20. maí síðastliðinn og felur samningurinn í sér gerð nýs vinnumats kennara þar sem metinn verður sá tími sem kennari ver til skilgreindra verkefna.

Vinnumatinu er ætlað að jafna vinnuálag milli kennara og styrkja faglegt starf innan grunnskóla, þar sem nám, kennsla, undirbúningur og úrvinnsla kennslu eru forgangsverkefni.

Verkefnisstjórn um vinnumat hóf störf 11. júní 2014 og skilaði af sér drögum að leiðarvísi um vinnumatið til kynningar 3. nóvember. Lokaútgáfa leiðarvísis um vinnumat var borinn undir atkvæði samningsaðila og samþykktur 27. febrúar 2015. Allar frekari upplýsingar um innleiðingu vinnumats má sjá á síðunni „Innleiðing vinnumats“ og kynningar á vinnumatinu er að finna á síðunni „Kynning á vinnumati

 

 

vinnumat-logo-web